Finnst fleirum en mér þversögn að það sé opið í búðum á baráttudegi verkamanna, eru það kannski bara verslunarmenn en ekki verkamenn sem vinna þar! Verð þó að viðurkenna að ég fór í eina af þessum búðum sem var opin og skammast mín jú reyndar aðeins fyrir það.
Ég hef mér það til málsbóta að ég ætlaði að fara í Bónus í gær svo að ég færi örugglega ekki í búð í dag. Þegar ég var búinn að leggja fyrir framan Bónus datt mér óvænt í hug, aldrei þessu vant, að athuga með peningaveskið mitt sem er yfirleitt staðsett í stærra veskinu. Sem betur fer, því ég hafði gleymt veskinu á skrifstofunni minni í vinnunni. Einkasonurinn var með mér í bílnum og útskýrði ég fyrir honum að ekkert yrði af Bónusferð okkar í þetta skiptið þar sem ég hefði gleymt veskinu í vinnunni. Þá heyrist í tveggja og hálfsárs guttanum mínum: "Nú er ég hissa á þér mamma, alveg steinhissa".
Ég hef mér það til málsbóta að ég ætlaði að fara í Bónus í gær svo að ég færi örugglega ekki í búð í dag. Þegar ég var búinn að leggja fyrir framan Bónus datt mér óvænt í hug, aldrei þessu vant, að athuga með peningaveskið mitt sem er yfirleitt staðsett í stærra veskinu. Sem betur fer, því ég hafði gleymt veskinu á skrifstofunni minni í vinnunni. Einkasonurinn var með mér í bílnum og útskýrði ég fyrir honum að ekkert yrði af Bónusferð okkar í þetta skiptið þar sem ég hefði gleymt veskinu í vinnunni. Þá heyrist í tveggja og hálfsárs guttanum mínum: "Nú er ég hissa á þér mamma, alveg steinhissa".
Ummæli
Bergrún vísindamaður (draumur alveg, ég þarf engan að leysa af)