Prófaði Gravity tæki í leikfimi í dag. Spennandi að prófa nýja tækni eða tæki. Það var virkilega skemmtilegt og nokkuð öðruvísi en maður á að venjast. Maður liggur næstum því allan tímann og gerir æfingar, það ætti nú að vera eitthvað fyrir mig! Mæli með því að prófa þessi Gravity tæki en þau eru víst nýkomin til landsins, Íslendingar eru nú alltaf ginkeyptir fyrir nýjungum þannig að þetta á örugglega eftir að slá í gegn. Við vorum þarna fimm saman með einkaþjálfaranum okkar og fengum nú bara einkakennslu á þetta sem var nú ekki leiðinlegt en það eru reyndar bara um 10 tæki inni í salnum.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli