Vinsælasta lagið hér á bæ er sungið daginn út og daginn inn, stundum með texta, stundum trallað. Endirinn er skemmtilegastur því þá er hlegið hátt eins og refir gera.
Vísur Mikkels refs
Hér mætir Mikkel, sjá!
með mjóa kló á tá,
og mjúkan pels og merkissvip,
sem mektarbokkar fá.
Ég ligg í leyni, þétt
við lágan runn og klett.
Ef lykt ég finn, hver lítil mús
er löngum illa sett.
Ég kalla: Gagg. Með gló í músarskinni
þá kveð ég: Gef mér brauð úr tínu þinni.
Ef mýsla neitar mér,
og máski stimpast fer..
Heyr! Einn og tveir og þrír – og þá!
með þökk hún étin er.
Þá veiðiför ég fer
og frakkann rauða ber,
hin minni dýr, um mörk og fjall,
þá mega gá að sér.
Þau skjálfa eins og urt,
í ógn, og flýja burt.
Því marga sögn um mína slægð
þau munu hafa spurt.
En, uss – í mosa músar tif ég greini.
Sjá, Marteinn kallinn læðist þar hjá steini.
Hver hafi hljótt um sig,
en hérna fel ég mig.
Hið litla, montna músargrey
nú mætti vara sig.
Ummæli