Þegar drukkið er kókómalt og skeiðin dettur óvart ofan í mjólkurfernuna þá er besta ráðið að fá sér bara nýja skeið. Komst að þessu þegar ég leyfði einkasyninum að fá eitt kakómaltglas í dag og skildi hann svo eftir smá stund með mjólkurfernunni. Skeiðin var fljót að detta ofan í fernuna. Í dag var sundnámskeið hjá einkasyninum og hagaði hann sér furðulega vel. Við erum núna á nokkurs konar hraðnámskeiði til að klára 8 skipti fyrir sumarfrí, þannig að það verður farið tvisvar sinnum í viku í stað einu sinni. Hann hefur gott af því og vonandi verðu hann bara hressari í sundferðunum fyrir vikið. Höfum reyndar velt fyrir okkur að hætta með hann á sundnámskeiðunum þar sem það gengur svona upp og niður en alltaf ákveðið að halda áfram þar sem þá förum við a.m.k. einu sinni með hann í sund á viku og hann hefur gott af því.
Sögur úr úthverfinu