Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2009

Langisandur og Hvalfjörður

Við vorum eiginlega búin að plana útilegu um helgina en frúin á heimilinu tókst að ná sér í kvef og hálsbólgu eins og svo oft áður og þorði því ekki að gista í tjalid. Við fórum því í staðinn bara í dagsferð í þessu frábæra veðri. Við fórum Hvalfjarðargöngin og enduðum á Langasandi á Akranesi sem er algjör Paradís og keyrðum svo Hvalfjörðinn til baka. Við Langasand á Akranesi. Einkasyninum fannst þetta sko ekki leiðinlegt. Endaði með því að vera á nærbuxunum (sem einnig blotnuðu að lokum) og stuttermabol enda var veðrið frábært. Í Hvalfirði. Við Steðja í Hvalfirði. Glæsilegur steinn sem sést ekki frá veginum.

Miðnætursólin

Ég elska miðnætursólina og get ekki fengið nóg af henni. Verst hvað ég fer alltaf seint að sofa á þessum tíma þar sem mér finnst ég vera að missa af einhverju. Fór í kvöld út á Gróttu og dáðist að miðnætursólinni.

Hæ, hó, jibbí, jei

Þjóðhátíðardagurinn sautjándi júní að kvöldi kominn og öll fjölskyldan er dauðþreytt. Eins og sönnum Íslendingum sæmir þá tókum við allan pakkan, s.s. skrúðganga, leiktæki, hoppukastali, máling í framan og að sjálfsögðu einnig fylgst með skemmtiatriðunum - svo eitthvað sé nefnt. Við fórum á Rútstún eins og sannir Kópavogsbúar, geymdum bílinn við Kópavogsskóla og drifum okkur í skrúðgönguna. Skemmtilegur dagur og enginn rigning (svona hér um bil). Ég minnist þess þó helst að hafa staðið í biðröðum við hin og þessi tæki en einkasonurinn var mjög ánægður. Enduðum í stautjándajúní kaffi hjá stórfjölskyldunni, nánar tiltekið hjá Gauja frænda og Huldu rétt hjá Rútstúni og löbbuðum svo til baka þar sem við sóttum bílinn. Hér eru nokkrar myndir af þjóðhátíðardeginum. Feðgarnir í skrúðgögnu. Á rútstúni, hvern þekkir þú? Loksins í hoppukastalanum, eftir biðröðina miklu. Framleiðsla á fígúrum. KÓS var alveg viss um hvað hann ætlaði að láta mála framan sig, giskið þið svo! Ok, hann vildi verða sva...

Krónikan 2008

Rakst á þetta myndband. Reyndi að koma því á netið um áramótin og svo aftur í mars en hélt að það hefði ekki tekist þar sem það var allof stórt í MB. Það virðist þó hafa tekist þannig að ég læt þetta núna inná síðuna, aðallega fyrir mig og þá sem nenna að horfa á þetta. Þetta er frekar langt og hljóðið ekki uppá marga fiska en þetta var uppáhaldslag sonarins 2008 (NB ekki uppáhalds lagið mitt) og auðvitað er þetta myndband algjört meistaraverk.

Laugarvatn

Við fórum á Laugarvatn um helgina í sumarbústað og það var gaman. Eiginmaðurinn fór 18 holur í golfi bæði laugardag og sunnudag og einkasonurinn stundaði heitapottinn grimmt, prófaði minigolf og lét dekra við sig. Frúin á heimilinu fór í sund á Laugarvatni, prófaði minigolf og prjónaði. Nú erum við komin heim í heiðardalinn og alvara lífsins tekur við á morgun. En, æ hvað það er nú gaman að fara aðeins út fyrir borgina og njóta þess sem sveitin hefur uppá að bjóða. Til minnis: Vá hvað himininn og sólarlagið er flott núna. Það er best að búa á Íslandi, kannski ekki í Kópavogi í augnablikinu en það lagast.

Esjan

Fór í fyrsta skipti á ævinni upp Esjuna í gær. Vá hvað það var erfitt og vá hvað það var gaman. Ég komst ekki alla leið en það verður bara seinna. Önnur ferð plönuð í næstu viku. Uppfært: Bætti við mynd en er ekki ennþá búinn að fara aftur. Stefni á að gera það þegar ég er kominn í sumarfrí um miðjan júlí.

Auglýsingar

Við vorum að keyra um daginn og þá sér Kristófer Óli kjúklingastaðinn KFC. Hann segir, mamma veistu hvað þau segja alltaf í sjónvarpinu, "KFC, núll grjón af tans bitum". Hahaha, segið svo ekki að auglýsingar hafi ekki áhrif. Eiginlega of mikil áhrif á þessu litlu kríli. Maður fattar það ekki alltaf.  Annars er Kristófer Óli einnig heima í dag, en hann er orðinn eldhress og fer í leikskólann á morgun. 

Rör í eyrun og nefkirtlar

Einkasonurinn fór í aðgerð í morgun. Það voru teknir úr honum nefkirtlarnir og sett rör í annað eyrað. Ég var nú að vonast til þess að hann væri vaxinn uppúr þessu enda örugglega tvö ár síðan hann fékk síðast rör en því miður. Ég dauðkveið fyrir aðgerðinni en hún gekk ágætlega. Hann var þó ekki sáttur þegar hann vaknaði og þá grét minn maður bara og grét svo mikið að okkur var bara hent út, hahaha! Jæja, kannski ekki alveg en svona næstum því. Eins og ég nefndei þá grét hann bara og grét og þegar hann sagði að hann vildi ekki vera þarna lengur þá sagði hjúkkan bara að hann mætti alveg fara, dauðfeginn að losna við okkur. Við hlupum því út með grátandi strák og hann jafnaði sig ekki fyrr en við vorum komin heim.  Ég var því heima með honum í dag. Hann er óskup lítill ennþá þannig að við sjáum til hvort að hann fer í leikskólann á morgun. 

Sveitaferð

Við fórum með foreldrafélagi leikskólans í sveitaferð á Hraðastaði í dag. Kristófer Óla fannst skemmtilegast að leika sér á gömlum traktór og gefa kindunum hey enda bílakarl og vinnumaður með meiru. Gaf sér þó tíma til að skoða aðeins kettlingana og hvolpana. Meðfylgjandi er ein sæt mynd af honum að kíkja á kettling.

20 ára gagnfræðingur

Já, það eru sem sagt 20 ár síðan ég útskrifaðist úr gagnfræðaskóla og reiknið þið bara nú! Í gær voru svo endurfundir eða Reunion. Ég var búinn að velta því mikið fyrir mér hvort að ég ætti að fara því að ég hef ekki sé flesta í 20 ár. Á síðustu stundu ákvað ég að drífa mig og skemmti mér bara konunglega. Dagurinn byrjaði snemma eða uppúr hádegi þar sem við fórum í ratleik, síðan fengum við að skoða Hvolsskóla en þangað hef ég ekki farið í 20 ár. Að lokum var kvöldveður á Hótel Hvolsvelli. Bara hið skemmtilegasta Reunion og hér eru nokkrar myndir sem sýna það.   Í "kaupfélaginu" með viðskiptavinum. Í ratleiknum við kirkjuna á Hvolsvelli. Heima hjá Einari kennara. Á hótel Hvolsvelli um kvöldið. 

Vorferðin sem aldrei var farin

Í fyrra hafði starfsmannafélagið skipulagt vorferð í maí en það fór þannig að hún var aldrei farinn. Ástæða þess er sú að sama dag og ætlunin var að fara í vorferð austur fyrir fjall kom Suðurlandsjarðskjálfti, aðeins klukkutíma áður en áætluð brottför var hjá okkur, þannig að ferðinni var aflýst. Ætlunin var að fara á Stokkseyri og borða humar, á leiðinni var m.a. ætlunin að skoða hella. Ég hefði nú ekki gefið mikið fyrir það að vera inni í helli þegar skjálftinn reið yfir.  Í gær fórum við svo í vorferðina sem aldrei var farin í fyrra. Þetta var hin skemmtilegasta vorferð og við stoppuðum í Hellisheiðavirkjun og kíktum á veiðisafnið á Stokkseyri áður en við hámuðum í okkur humar við Fjöruborðið.  Við Hellisheiðarvirkjun Siggi í lopapeysunni sem ég kláraði í byrjun maí. Fyrsta fullorðins lopapeysan sem ég prjóna! Stjórn starfsmannafélagsins Við hjónin mætt á veitingarstðinn Við fjöruborðið Nammi, namm, humar

Hreinsunardagur og maíveður

Hreinsunardagurinn við blokkina okkar. Kristófer Óli á Austurvelli Mæðginin niðri í miðbæ. Það er búið að vera yndislegt veður síðustu daga, svona á veðrið að vera. Við vorum svo heppin að það var svona gott veður á hinum árlega hreinsunardegi í blokkinni, þ.e. í gær þannig að við nutum bara dagsins og reyndum að taka aðeins til.  Seinna um daginn þá drifum við okkur aðeins niður í miðbæ til að njóta veðurblíðunnar og það var krökkt af fólki þar.  Um kvöldið var svo Eurovision og Ísland bara í öðru sæti! Það kom mér skemmtilega á óvart ég var í alvöru búinn að spá 16. sætinu. Áfram Jóhanna. En ég er með norska lagið á heilanum, ó já á heilanum!

Af hverju er himininn blár?

Einkasonurinn er að uppgötva heiminn núna og það er bara sætt, þó svo að sakleysið minnki aðeins fyrir vikið.  Hann er mikið að spá í úr hverju hlutirnir eru búinir til eða hvernig þeir verða til. Um daginn elduðum við heila kjúkling og hann var mest hissa á því hvar hausinn væri. Mikið er spáð í allt sem við borðum og t.d. er spurt úr hverju hakk sé búið til úr, af hverju við borðum naut, úr hverju ananas úr dós sé búinn til úr o.s.frv. Í kvöld þegar við vorum að fara að sofa spurði hann úr hverju sápa er búinn til úr?

Maí, Eurovision og eynabólga

Maður blikkar bara augunum og það er allt í einu kominn maí.  Við vorum að horfa á undankeppnina í Eurovision þar sem íslenska lagið var auðvitað langflottast. Núna bíður maður bara eftir úrslitunum, spurningin er hvort að það komist uppúr undankeppninni eða ekki, ég er alls ekki viss. Kristófer Óli fékk eyrnabólgu en hann hefur ekki fengið það í marga mánuði ef ekki mörg ár. Það þýðir bara að hann þarf að fá aftur rör, fékk síðast þegar hann var tveggja ára púff og ég dauðkvíði fyrir því. Það hefur því orðið minna úr sundnámskeiðinu sem hann er skráður í. Hann fer núna í sundnámskeið hjá Breiðablik, finnst það ekkert voðalega gaman en lætur sig hafa það þar sem foreldrarnir gefa ekkert eftir, þ.e.a.s. nema þegar hann er með eyrnabólgu.  -------------------------- Uppfært: Ísland komst áfram! Núna tökum við þetta... ...eins og svo oft áður.

Bílar og sumar

Sumardagurinn fyrsti kominn og farinn. Því miður varð lítið úr sumardeginum fyrsta sem ég eyddi reyndar að mestu inni sökum magakveisu. Hún fór sem betur fer fljótlega aftur þannig að ég gat tekið gleði mína á ný. Gleðilegt sumar.  Lítið hefur gerst síðustu daga og er ein helsta ástæða þess að bílinn okkar gamli og góði, rauða eldingin tók uppá því að bila eina ferðina enn. Hann er nú kominn til ára sinna, tja reyndar aðeins 11 ára gamall en búið að keyra hann 210.000 km þannig að hann er nú búinn að þjóna sínu. Hann er sem sagt búinn að vera bilaður síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og við fengum hann loksins í dag eftir að hafa dregið hann á verkstæði fyrir helgi. Ótrúlegt hvað maður er háður bílnum og ég var nú feginn að sjá gamla vin minn aftur. Hins vegar prófaði maður ýmislegt nýtt þegar bílinn var á verkstæði eins og að taka strætó heim úr vinnunni. Ég verð að segja að ég sá að maður verður að vera duglegri að skilja bílinn eftir heima og labba, hjóla eða taka strætó. Það ætl...

Til hammó með ammó

Litli bróðir minn á afmæli í dag, hann er hvorki meira né minna en 31 árs. Þá fer ég alltaf að spá í hvað ég sé gömul því hann segir að ég þurfi alltaf að bæta fimm árum við aldurinn hans og ég sem er bara 29 ára. Eitthvað að klikka á stærðfræðinni hérna.  En til hammó með ammó litli bróðir. 

Gullmoli

Þegar ég var að fara í vinnuna í morgun knúsaði einkasonurinn mig og sagði "Mamma þú ert gullmoli".  Ekki leiðinilegt að byrja daginn svona.

Páskafríið búið

Alvara lífsins tekur aftur við, vinna á morgun.  Hvað gerði ég svo í páskafríinu? Á skírdag löguðum við til í íbúðinni, held að það hafi ekki verið þrifði svona vel síðan á jólunum og fengum síðan gesti í mat.  Föstudagurinn langi var langur. Við fórum í sund snemma um morguninn og svo seinni partinn fórum við í bíltúr.  Laugardagurinn var reyndar lengri en föstudagurinn langi þar sem ég vakti í 20 tíma. Hann byrjaði með því að ég vaknaði um kl. 5 og gat ekki sofnað aftur þannig að ég fór bara á fætur. Bakaði snúða, byrjaði að prjóna "búkinn" á lopapeysuna sem ég er að gera fyrir eiginmanninn og svo drifum við okkur í fjöruferð sem endaði snögglega sökum kulda og í staðinn drifum við okkur í heimsókn. Um kvöldið hitti ég svo tvær vinkonur mínar.  Páskasunnudagurinn byrjaði á því að við opnuðum öll páskaeggin okkar og það voru meira að segja tveir málshættir inni í páskaeggi einkasonarins, svo fórum við í tvö matarboð og Kristófer Óli æfði sig að hjóla.  Í dag var Kristófer Ól...

Vaknað snemma

Ég vaknaði rétt fyrir kl. 5 í morgun, held að það hafi aldrei gerst áður. Eftir að hafa bylt mér í tæplega klukkutíma fór ég á fætur eða a.m.k. fram og settist fyrir framan sjónvarpið. Held að þetta hafi eitthvað með það að gera að ég sofnaði fyrir kl. 22 í gær. Þó að það hafi verið ágætist hugmynd á þeim tíma sé ég núna að það hefði kannski verið betra að vaka aðeins lengur. Halló, það er páskafrí!!! Jæja, klukkan er ekki orðin átta og ég er búinn að setja upp deig fyrir kanilsnúða, þar sem ég var búinn að lofa einkasyninum að baka þá í dag. Þeir verða sem sagt tilbúnir fyrir kl. 10.

Haha...

Pabbinn: Kristófer Óli ætlar þú ekki að taka til í herberginu þínu? Kristófer Óli: Ha? Afhverju? Er einhver að koma í heimsókn? 

Jeiiiii Páskafrí

Loksins komið páskafrí og ég ætla að hafa það næs og gera alveg fullt... Sjáum til hvað gerist. Þar sem við erum komin í páskafrí er kósíkvöld í kvöld. Feðgarnir eru að borða súkkulaðipúsl sem þeir bjuggu til en keyptu mótið í IKEA. Þeir eru einnig að horfa á Kaptein Krók sem við horfðum á fyrir nokkrum dögum síðan, sé fram á að það verði horft á hana aftur og aftur og svo aftur á þessu heimili. Er kannski einhver með tillögu um aðrar myndir handa einum fjögurra og hálfs árs gaur? 

Skrítinn dagur

Þetta var skrítinn dagur. Vaknaði í morgun með gífurlegan hausverk en dreif mig þó á fætur.  Fór í morgun í Smáralindina og svo í klippingu. En hausverkurinn bara magnaðist þannig að ég lagði mig þegar ég kom heim og svaf alveg fram að kvöldmat. Sem betur fer líður mér betur núna. Ég sem ætlaði að njóta þess að það væri vor í lofti og gera eitthvað skemmtilegt úti, eins og göngutúr eða fjöruferð. Það bíður betri tíma enda er ég nokkuð viss um að vorið sé handan við hornið.  Einkasonurinn er núna að byrja að horfa á venjulegar bíómyndir og því gaman að geta horft saman á góðar krakkamyndir og átt ánægjulega kvöldstund. Í kvöld því var kósíkvöld þar sem ég og einkasonurinn horfðum á spennandi bíómynd. Að þessu sinni varð fyrir valinu Kapteinn krókur og að sjálfsögðu skemmtum við okkur vel bæði tvö á meðan heimilisfaðirinn sofnaði, en hann fékk auðvitað ekki að sofa í dag. 

I biografen

Það kostar 1200 kr í bíó í dag!  Þ.e.a.s. ef þú ferð á bíó með engu hléi, já kostar kr. 100 aukalega að sleppa við hléið. Bara svona ef það skildi hafa farið fram hjá ykkur. Ætla ekki einu sinni að ræða það hvað það kostar ef manni dettur í hug að fá sér einhverjar veitingar í bíóinu.  En nóg með nöldrið, það var gaman í bíó eins og er yfirleitt og ég sé sko ekki eftir því. 

Jibbí

Svona smá til að toppa blöggið þennan mánuðinn þá eru hérna tvær færslur. Er bara svo ánægð með að vera búinn að skila skattframtalinu. Jibbí! Fékk auðvitað frest þar sem maður virðist alltaf vakna upp við vondan draum daginn sem á að skila skattframtalinu. Ha? Er komið að því eina ferðina enn? Jæja, best að fá frest og svo dregur maður það alveg þangað til að fresturinn er næstum runninn út. Minnispunktur fyrir næsta ár: Klára skattframtalið í byrjun mars! Reyndar sýnist mér við fá lítið sem ekkert í vaxtabætur. Ég skulda ekki nóg en á þó lítið sem ekkert í íbúðinni minni (verðbætur síðasta árs búnar að hirða allt). Best að fara og kaupa sér dýrari íbúð, fáum við hvort sem er ekki niðurfellingu skulda?

Marsmánuður og Facebook

Best að segja eitthvað smávegis svo að ég bloggi a.m.k. ekki sjaldnar en í febrúar. Mars er búinn að vera fínn, gerði miklu meira í mars en í febrúar en hef ekki fundið hjá mér þörfina fyrir því að tjá mig um það hérna, hef reyndar gert það á facebook  í staðinn. Hef nú heyrt því fleygt, oftar en einu sinni að facebook eigi eftir að gera útaf við bloggið. En svona til að lífga uppá þessa síðu þá gerði ég eftirfarandi á facebook í mars (nýjasta efst) gerðist samyrkjubóndi í Hafnarfirði sá sjóræningjaskip var Skrámur fór í sund þrisvar í viku og fór reglulega... fór með einkasoninn í dansskóla. Þar var dansað samba, polka og hókí pókí  horfði á Klovn ætlaði sko ekki að setja myndir af árshátíðinni inn á facebook "Þú ert bara sjálf sem þú segir" (Skilaboð frá Kristófer Óla) sló í gegn með skemmtiatriðið á árshátíðinni var á leiðinni á árshátíð prjónaði og prjónaði geispaði var í sundi en synti ekki mikið was COLD brrrrr brrrrrrrrr Eins og ég sagði. Nóg að gerast á facebook og lí...

Skartgripagerð

Ég fór á námskeið í skartgripagerð í gær með vinkonu minni og skemmti mér konunglega. Mér tókst meira að segja að gera hálsmen sem ég ætla kannski með á árshátíðina eftir númlega viku. Það veltur þó á því hvort að hálsmenið verið tilbúið eða ekki þar sem mér tókst ekki alveg að klára það enda miklar pælingar um hálsmenið. Einnig var okkur kennt að búa til eynalokka og mér tókst að líka, ótrúlegt en satt. Verst að ég er ekki með göt í eyrunum. Hálsmenið sem ég bjó til er eitthvað í áttina að meðfylgjandi mynd, þó nokkuð einfaldara. [Myndin en fengin að láni frá heimasíðu Föndru] Næst á dagskrá er bara að hugsa um hvað ég ætla að búa til næst. 

Sunnudagur til sælu

Átti skemmtilegan dag í dag með vinkonum mínum. Við drifum okkur í sunnudagsbrunch á Vox, virkilega skemmtilegt. Mikið hlegið, mikið borðað og mikið slúðrað. Ákváðum að gera þetta reglulega a.m.k. næstu 30 árin. Seinni partinn þá fórum við fjölskyldan í bíltúr, m.a. í hverfi sem ég hef aldrei komið í áður, akrarnir í Garðabænum. Ég bauð svo strákunum mínum tveimur uppá kakó á Café Paris.  En það tekur á að hafa allan daginn planaðan, þannig nú er ég að spá í að klifra uppí rúm og klukkan bara tíu. Góða nótt. 

Laugardagur til leti

Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann í febrúar og þetta telst vera í þriðja skiptið í mánuðinum sem ég set inn færslu. Að minnsta kosti oftar en í janúar! Vinnufélagar mínir höfum tekið þátt í Lífshlaupinu þannig að ég hef annað hvort farið út að labba eða í sund síðustu tvær vikurnar nánast uppá hvern einast dag, a.m.k. 30 mínútur. Frænkurnar eru einnig byrjaðar að ganga aftur og núna á fimmtudögum og síðasta fimmtudag gengum við í 1 tíma og 20 mínútur þannig að það er nóg að gera. Svo er laugardagskvöld og ég ætla aldeilis að hafa það gott með fjölskyldunni, já í dag er letidagur. 

Bókalestur

Ég las eina bók um jólin. Sú bók var reyndar 500 blaðsíður en hún var bara svo góð að ég þorði ekki að lesa fleiri þó svo að nóg væri af bókaúrvalinu á þessu heimili, aldrei þessu vant. Ég var og er í raun ennþá viss um að engar bækur standast samanburðinn við þessa bók. Ef ykkur finnst gaman að lesa góða krimma, þá mæli ég með bókinni "Karlar sem hata konur" . Svolítið furðulegt nafn á sakamálabók og bókin fjallar alls ekki um þetta eða hvað?

Snjór, snjór, snjór og aftur snjór

Ótrúlegt en satt þá hendi ég inn færslu hérna. Var bara alveg dottin úr blöggstuði og þegar fólk var farið að frétta hina ýmsu hluti um mig á þessari síðu og hætt að nenna að hafa samband og nennti ekki einu sinni að skilja eftir komment þá gafst ég bara upp. Hehehe!!! Kannski ekki alveg rétt, held að aðal ástæðan hafi nú verið leti og svo gerðist greinilega ekkert merkilegt í janúar.  En núna er kominn snjór og fallegt veður uppá hvern einasta dag, janúar búinn og það er sko farið að vora. Hvað getur maður annað en verið ánægður og blöggað smávegis um það. Ótrúlega gaman að fá allan þennan snjó og ég og einkasonurinn höfum farið ófáar ferðir upp brekkuna sem er nánast inná lóðinni okkar eða svona hér um bil. Ég hef nú aðallega labbað upp og hlaupið niður en einkasonurinn brunar niður, tja hann hefur nú ekki verið frægur fyrir að vera með stórt hjarta (freka frægur fyrir að vera yfirlýsingaglaður) svo að það er nú eins gott að hafa bremsur á snjóþotunni. Bremsurnar voru notaðar svo mik...