Við vorum eiginlega búin að plana útilegu um helgina en frúin á heimilinu tókst að ná sér í kvef og hálsbólgu eins og svo oft áður og þorði því ekki að gista í tjalid. Við fórum því í staðinn bara í dagsferð í þessu frábæra veðri. Við fórum Hvalfjarðargöngin og enduðum á Langasandi á Akranesi sem er algjör Paradís og keyrðum svo Hvalfjörðinn til baka. Við Langasand á Akranesi. Einkasyninum fannst þetta sko ekki leiðinlegt. Endaði með því að vera á nærbuxunum (sem einnig blotnuðu að lokum) og stuttermabol enda var veðrið frábært. Í Hvalfirði. Við Steðja í Hvalfirði. Glæsilegur steinn sem sést ekki frá veginum.
Sögur úr úthverfinu