Í fyrra hafði starfsmannafélagið skipulagt vorferð í maí en það fór þannig að hún var aldrei farinn. Ástæða þess er sú að sama dag og ætlunin var að fara í vorferð austur fyrir fjall kom Suðurlandsjarðskjálfti, aðeins klukkutíma áður en áætluð brottför var hjá okkur, þannig að ferðinni var aflýst. Ætlunin var að fara á Stokkseyri og borða humar, á leiðinni var m.a. ætlunin að skoða hella. Ég hefði nú ekki gefið mikið fyrir það að vera inni í helli þegar skjálftinn reið yfir.
Í gær fórum við svo í vorferðina sem aldrei var farin í fyrra. Þetta var hin skemmtilegasta vorferð og við stoppuðum í Hellisheiðavirkjun og kíktum á veiðisafnið á Stokkseyri áður en við hámuðum í okkur humar við Fjöruborðið.
Við Hellisheiðarvirkjun
Siggi í lopapeysunni sem ég kláraði í byrjun maí.
Fyrsta fullorðins lopapeysan sem ég prjóna!
Ummæli