Maður blikkar bara augunum og það er allt í einu kominn maí.
Við vorum að horfa á undankeppnina í Eurovision þar sem íslenska lagið var auðvitað langflottast. Núna bíður maður bara eftir úrslitunum, spurningin er hvort að það komist uppúr undankeppninni eða ekki, ég er alls ekki viss.
Kristófer Óli fékk eyrnabólgu en hann hefur ekki fengið það í marga mánuði ef ekki mörg ár. Það þýðir bara að hann þarf að fá aftur rör, fékk síðast þegar hann var tveggja ára púff og ég dauðkvíði fyrir því. Það hefur því orðið minna úr sundnámskeiðinu sem hann er skráður í. Hann fer núna í sundnámskeið hjá Breiðablik, finnst það ekkert voðalega gaman en lætur sig hafa það þar sem foreldrarnir gefa ekkert eftir, þ.e.a.s. nema þegar hann er með eyrnabólgu.
--------------------------
Uppfært: Ísland komst áfram! Núna tökum við þetta... ...eins og svo oft áður.
Ummæli