Hreinsunardagurinn við blokkina okkar.
Kristófer Óli á Austurvelli
Mæðginin niðri í miðbæ.
Það er búið að vera yndislegt veður síðustu daga, svona á veðrið að vera. Við vorum svo heppin að það var svona gott veður á hinum árlega hreinsunardegi í blokkinni, þ.e. í gær þannig að við nutum bara dagsins og reyndum að taka aðeins til.
Seinna um daginn þá drifum við okkur aðeins niður í miðbæ til að njóta veðurblíðunnar og það var krökkt af fólki þar.
Um kvöldið var svo Eurovision og Ísland bara í öðru sæti! Það kom mér skemmtilega á óvart ég var í alvöru búinn að spá 16. sætinu. Áfram Jóhanna. En ég er með norska lagið á heilanum, ó já á heilanum!
Ummæli