Best að segja eitthvað smávegis svo að ég bloggi a.m.k. ekki sjaldnar en í febrúar.
Mars er búinn að vera fínn, gerði miklu meira í mars en í febrúar en hef ekki fundið hjá mér þörfina fyrir því að tjá mig um það hérna, hef reyndar gert það á facebook í staðinn. Hef nú heyrt því fleygt, oftar en einu sinni að facebook eigi eftir að gera útaf við bloggið.
En svona til að lífga uppá þessa síðu þá gerði ég eftirfarandi á facebook í mars (nýjasta efst)
- gerðist samyrkjubóndi í Hafnarfirði
- sá sjóræningjaskip
- var Skrámur
- fór í sund þrisvar í viku og fór reglulega...
- fór með einkasoninn í dansskóla. Þar var dansað samba, polka og hókí pókí
- horfði á Klovn
- ætlaði sko ekki að setja myndir af árshátíðinni inn á facebook
- "Þú ert bara sjálf sem þú segir" (Skilaboð frá Kristófer Óla)
- sló í gegn með skemmtiatriðið á árshátíðinni
- var á leiðinni á árshátíð
- prjónaði og prjónaði
- geispaði
- var í sundi en synti ekki mikið
- was COLD brrrrr brrrrrrrrr
Eins og ég sagði. Nóg að gerast á facebook og líklega minna á blogginu. En koma tímar koma ráð.
Ummæli