Einkasonurinn fór í aðgerð í morgun. Það voru teknir úr honum nefkirtlarnir og sett rör í annað eyrað. Ég var nú að vonast til þess að hann væri vaxinn uppúr þessu enda örugglega tvö ár síðan hann fékk síðast rör en því miður. Ég dauðkveið fyrir aðgerðinni en hún gekk ágætlega. Hann var þó ekki sáttur þegar hann vaknaði og þá grét minn maður bara og grét svo mikið að okkur var bara hent út, hahaha! Jæja, kannski ekki alveg en svona næstum því. Eins og ég nefndei þá grét hann bara og grét og þegar hann sagði að hann vildi ekki vera þarna lengur þá sagði hjúkkan bara að hann mætti alveg fara, dauðfeginn að losna við okkur. Við hlupum því út með grátandi strák og hann jafnaði sig ekki fyrr en við vorum komin heim.
Ég var því heima með honum í dag. Hann er óskup lítill ennþá þannig að við sjáum til hvort að hann fer í leikskólann á morgun.
Ummæli