Fara í aðalinnihald

Snjór, snjór, snjór og aftur snjór

Ótrúlegt en satt þá hendi ég inn færslu hérna. Var bara alveg dottin úr blöggstuði og þegar fólk var farið að frétta hina ýmsu hluti um mig á þessari síðu og hætt að nenna að hafa samband og nennti ekki einu sinni að skilja eftir komment þá gafst ég bara upp. Hehehe!!! Kannski ekki alveg rétt, held að aðal ástæðan hafi nú verið leti og svo gerðist greinilega ekkert merkilegt í janúar. 

En núna er kominn snjór og fallegt veður uppá hvern einasta dag, janúar búinn og það er sko farið að vora. Hvað getur maður annað en verið ánægður og blöggað smávegis um það. Ótrúlega gaman að fá allan þennan snjó og ég og einkasonurinn höfum farið ófáar ferðir upp brekkuna sem er nánast inná lóðinni okkar eða svona hér um bil. Ég hef nú aðallega labbað upp og hlaupið niður en einkasonurinn brunar niður, tja hann hefur nú ekki verið frægur fyrir að vera með stórt hjarta (freka frægur fyrir að vera yfirlýsingaglaður) svo að það er nú eins gott að hafa bremsur á snjóþotunni. Bremsurnar voru notaðar svo mikið að í síðust ferð þá brotnuðu þær. Nú er spurning hvort að það gangi að líma brotið eða hvort að maður þurfi að fjárfesta í nýrri þotu. 

En ég barasta eg elska þennan snjó, svona á veðrið að vera. Það eina sem hefur skyggt á er að ég er loksins komin með kvef (gat verið) og hnerra núna teiknimyndahnerrum reglulega á kortersfresti en Pollyanna er ekki langt undan, það gæti verið verra. 

Atsjú!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jeijjjj loksins.

Ég get ekki talist til þeirra sem skilja ekki eftir sig spor á síðunni hehehe.

Held að Kristófer Óli þurfi að læra að henda sér af þotunni til að stoppa sig svona í bremsuhallærinu!

Ég hló óstjórnlega mikið um daginn í einni brekkunni þegar stelpuskottan sem ég var að fylgjast með brunaði þráðbeint niður niður niður og öskrin hækkuðu eftir því sem neðar dró. Ferðin endaði á tré en hefði hún farið ögn til vinstri held ég að hún hefði þotið í gegnum gat á limgerðinu og stoppað inni í stofu hjá fólki sem býr við brekku ræturnar.

Bergrún
LBK sagði…
Það er ekki að því að spyrja, minn diggasti lesandi (og líklega eini fyrir utan mig) stendur sig að sjálfsögðu í athugasemdunum. Takk fyrir.

LBK

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.