Það kostar 1200 kr í bíó í dag!
Þ.e.a.s. ef þú ferð á bíó með engu hléi, já kostar kr. 100 aukalega að sleppa við hléið. Bara svona ef það skildi hafa farið fram hjá ykkur. Ætla ekki einu sinni að ræða það hvað það kostar ef manni dettur í hug að fá sér einhverjar veitingar í bíóinu.
En nóg með nöldrið, það var gaman í bíó eins og er yfirleitt og ég sé sko ekki eftir því.
Ummæli
annars er 50 krónum ódýrara að kaupa miðan á midi.is