Já, það eru sem sagt 20 ár síðan ég útskrifaðist úr gagnfræðaskóla og reiknið þið bara nú! Í gær voru svo endurfundir eða Reunion. Ég var búinn að velta því mikið fyrir mér hvort að ég ætti að fara því að ég hef ekki sé flesta í 20 ár. Á síðustu stundu ákvað ég að drífa mig og skemmti mér bara konunglega. Dagurinn byrjaði snemma eða uppúr hádegi þar sem við fórum í ratleik, síðan fengum við að skoða Hvolsskóla en þangað hef ég ekki farið í 20 ár. Að lokum var kvöldveður á Hótel Hvolsvelli. Bara hið skemmtilegasta Reunion og hér eru nokkrar myndir sem sýna það.
Í "kaupfélaginu" með viðskiptavinum.
Í ratleiknum við kirkjuna á Hvolsvelli.
Ummæli