Einkasonurinn er að uppgötva heiminn núna og það er bara sætt, þó svo að sakleysið minnki aðeins fyrir vikið.
Hann er mikið að spá í úr hverju hlutirnir eru búinir til eða hvernig þeir verða til. Um daginn elduðum við heila kjúkling og hann var mest hissa á því hvar hausinn væri. Mikið er spáð í allt sem við borðum og t.d. er spurt úr hverju hakk sé búið til úr, af hverju við borðum naut, úr hverju ananas úr dós sé búinn til úr o.s.frv. Í kvöld þegar við vorum að fara að sofa spurði hann úr hverju sápa er búinn til úr?
Ummæli
kv,
Ingólfur
Kv. LBK