Átti skemmtilegan dag í dag með vinkonum mínum. Við drifum okkur í sunnudagsbrunch á Vox, virkilega skemmtilegt. Mikið hlegið, mikið borðað og mikið slúðrað. Ákváðum að gera þetta reglulega a.m.k. næstu 30 árin.
Seinni partinn þá fórum við fjölskyldan í bíltúr, m.a. í hverfi sem ég hef aldrei komið í áður, akrarnir í Garðabænum. Ég bauð svo strákunum mínum tveimur uppá kakó á Café Paris.
En það tekur á að hafa allan daginn planaðan, þannig nú er ég að spá í að klifra uppí rúm og klukkan bara tíu. Góða nótt.
Ummæli