Fór á áhugaverðan fyrirlestur sem foreldrafélög þriggja leikskóla héldu í kvöld um úlfatímann. Á morgun er líklega leiðinlegasti dagur ársins hjá mér, því annað kvöld ætlum við hjónin að klára skattframtalið sem sem við fengum frestað fyrir um viku síðan, en núna er fresturinn að renna út og því eins gott að klára dæmið. Á morgun er ég svo einnig að fara til tannlæknis! Gæti ekki verið meira spennandi dagur.
Minni alla á að það er fyrsti apríl á morgun og ég ætla sko að hringja í alla sem ég þekki og plata þá uppúr skónum. Kannski að dagurinn verði bara skemmtilegur?
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Bergrún Pollýanna (svei mér ef mér líkar ekki betur við Bergrún Arna)