Það var brjálað að gera í vinnunni í dag en mér tókst loksins að setja frétt í fréttablaðið okkar fyrir gögn sem ég hef eiginlega verið að bíða eftir í heilt ár. Fréttin var gerð á einum degi! tja kannski ekki alveg en... það er miklu flottara að segja það þannig.
Við þurftum svo að fara í Bónus eftir vinnu í dag þar sem ísskápurinn var eins og eyðimörk og ég verð bara að taka fram að einkasonurinn var svo stilltur að það kom mér meira að segja á óvart. Jæja hann fékk tvennt sem hann bað um (C-vítamín freyðitöflu og súkkulaðikex) en samt var ég voða feginn að hann var alveg eins og ljós þar sem mér finnst nú ekki það skemmtilegasta að fara með börn í Bónus, hvað þá kl. 18 á föstudagskvöldi.
Við þurftum svo að fara í Bónus eftir vinnu í dag þar sem ísskápurinn var eins og eyðimörk og ég verð bara að taka fram að einkasonurinn var svo stilltur að það kom mér meira að segja á óvart. Jæja hann fékk tvennt sem hann bað um (C-vítamín freyðitöflu og súkkulaðikex) en samt var ég voða feginn að hann var alveg eins og ljós þar sem mér finnst nú ekki það skemmtilegasta að fara með börn í Bónus, hvað þá kl. 18 á föstudagskvöldi.
Ummæli