Páskadagsmorgun kominn með páskaeggjaáti. Einkasonurinn fékk eitt páskaegg frá Góu nr. 4 með fígúru ofná en fígúran var eiginlega mest spennandi. Móður hans tókst að brjóta páskaeggið hans í tvennt þegar hún var að reyna að opna það, sem betur fer var móðirin meira miður sín en einkasonurinn. Páskaeggið er núna komið í þúsund mola því honum finnst skemmtilegra að skera það niður í bita en að borða það! Foreldrarnir höfðu ákveðið að fá ekkert páskaegg þetta árið en fengu að lokum sitt hvort páskaeggið nr. 2 frá Freyju, aðallega fyrir málsháttin. Þá er komið að þeim:
Einkasonurinn: "Af hreinu bergi kemur hreint vatn."
Móðirin: "Vinur er sá, er annars ills varnar."
Faðirin: "Epli á dag bæir lækninum frá, laukur á dag bægir öllum frá."
Ummæli