Hvað varð eiginlega um páskafríið? Það er allt í einu bara búið. Jæja, við höfðum það heldur betur gott í páskafríinu og gerðum nánast ekki neitt en stundum eiga frí að vera þannig. Okkur hjónunum tókst að skiptast á að sofa út á meðan hitt foreldrið vaknaði með einkasyninum, við fjölskyldan fórum í smá göngutúra, sund og í páskabíltúrinn, borðuðum páskasteikina og fengum páskaegg. Gæti nú ekki verið betra en það...
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli