Hinn árlegi húsfundur hjá húsfélaginu í stigaganginum var haldinn í kvöld. Gjaldkerinn okkar var að hætta eftir 13 ára gott starf þannig að gjaldkerastarfið var á lausu. Valdagræðgin kom ekki upp hjá mér enda hef ég núna völd í foreldrafélaginu sem gjaldkeri, það virðist nægja mér í bili. Þannig að ég stakk uppá öðrum nágranna mínum sem tókst ekki að skorast undan og eiginmaðurinn fer svo á aðalfund stóra húsfélaginu á morgun.
Fékk reyndar vægt sjokk í dag, hélt að ég ætti að vera búinn að skila skattaskýrslunni og ég ekki byrjuð á henni en það er ekki fyrr en á morgun. Hjúkk, nógur tími...
Fékk reyndar vægt sjokk í dag, hélt að ég ætti að vera búinn að skila skattaskýrslunni og ég ekki byrjuð á henni en það er ekki fyrr en á morgun. Hjúkk, nógur tími...
Ummæli