Fjölskyldan fór í bíltúr til Reykjavíkur, alla leið að tjörninni og ráðhúsinu. Við ætluðum nú lengra en eftir að hafa eytt smá tíma við tjörnina þá var okkur svo kalt að við fórum bara heim. Við vorum með andabrauð og gáfum hungruðum fuglum brauð, þó aðallega einkasonurinn. Ég hrökklaðist í burtu þegar ágengar gæsir voru byrjaðar að elta mig, hljóp í öruggt skjól og skildi feðgana eftir að klára brauðið.
Þegar við vorum að keyra frá tjörninni sagði einkasonurinn ánægður:
Þegar við vorum að keyra frá tjörninni sagði einkasonurinn ánægður:
"Þegar ég verð stór ætla ég að verða önd"
"og búa til hreiðri og egg"
Ummæli
jana