Ég er viss um að það sé að koma vor, enda búið að vera svo gott veður í gær og í dag. Ég er meira að segja svo bjartsýn að ég er viss um að páskahretið komi fyrr bara af því að páskarnir eru óvenju snemma í ár. Það eru fleiri en ég farnir að bíða eftir vorinu. Einkasonurinn er líka farinn að bíða eftir sumrinu enda er búið að lofa honum að fara í veiðiferð í sumar með veiðistönginni sem hann fékk í jólagjöf. Um daginn vorum við að keyra heim og þá sagði hann: "Mamma, sjáðu það er komið sumar, sjáðu sólin hún brosir!"
Ég fór í klukkutíma leikfimi í morgun og svo aftur í klukkutíma göngutúr í kvöld. Verst að ég get ekki skráð það með í lífshlaupið þar sem því lauk í gær. Best að búa bara til sitt eigið lífshlaup. Úrslitin í lífshlaupinu verða kunngjörð á mánudaginn, ég mun setja niðurstöðurnar hérna, þ.e.a.s. ef þær eru hagstæðar!
Ég fór í klukkutíma leikfimi í morgun og svo aftur í klukkutíma göngutúr í kvöld. Verst að ég get ekki skráð það með í lífshlaupið þar sem því lauk í gær. Best að búa bara til sitt eigið lífshlaup. Úrslitin í lífshlaupinu verða kunngjörð á mánudaginn, ég mun setja niðurstöðurnar hérna, þ.e.a.s. ef þær eru hagstæðar!
Ummæli