Fara í aðalinnihald

Símarnir mínir

Ég á tæplega 10 ára gamlan þráðlausan heimasíma, geri aðrir betur. Ég mun ekki kaupa mér nýjan fyrr en þessi "deyr" alveg. Sumir hafa kvartað yfir því hvað það þurfi að hringja oft þangað til við heyrum í símanum, en hann hringir svona nokkrum sinnum á hinum endanum áður en hann fer að hringja hjá okkur en það er bara til að sía út þá eru t.d. með skoðanakannanir og reyna ekki til hlítar að ná í okkur. Einnig heyrir ég misvel í viðmælandanum eftir því hvernig síma viðmælandi minn er með en það er nú bara skemmtilegt og kryddar aðeins samtalið að segja "ha" óvenju oft. Ég er bara nokkuð stollt af símanum mínum og man þegar ég keypti hann rándýran í Teledanmark búð á Strikinu í Århus haustið 1998, þetta er sko sími með sögu. Hvað er þinn heimasími gamall?

Fyrst að ég er að skrifa um símann minn þá verð ég þó að viðurkenna að ég er ekki alveg sömu skoðunar með GSM símann minn. Mig langar svolítið í nýjan GSM síma þó svo að sá sem ég á þjóni alveg sínum tilgangi og vel það. Mig langar nefnilega í GSM síma með flottri myndavél. Síminn sem ég á núna er að verða fjögurra ára og er nr. 2 í röðinni frá því að ég loksins fékk minn fyrsta GSM síma fyrir um 8-9 árum. Aldrei að vita nema ég splæsi í einn GSM síma, verst að ég hef enga afsökun nema kannski að ég verði að kaupa mér nýjan síma svo að ég geti lært á alla nýju "fídusina" sem eru í boði í dag!!! Ég var einmitt að kíkja á GSM símann minn í dag og hlustaði þá á þrjú skilaboð sem ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði fengið, það elsta um viku gamalt. Mæli ekki með að reyna að ná í mig í GSM nema auðvitað að ég fái mér nýjan síma, þá verður það allt annað mál eða...

Sem sagt tveir GSM símar og einn heimasími á 10 árum, geri aðrir betur.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Láttu mig fá nafnið og tegundina, ég skal kippa honum með í fríhöfninni á morgun :-)

Engin afsökun lengur hehehe

Bergrún
LBK sagði…
Púff!!!
Takk fyrir! Ef ég bara vissi hvernig síma mig langar í. Ákvörðunarfælnin er að fara með mig...

Lilja Bjarklind

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.