Ég á tæplega 10 ára gamlan þráðlausan heimasíma, geri aðrir betur. Ég mun ekki kaupa mér nýjan fyrr en þessi "deyr" alveg. Sumir hafa kvartað yfir því hvað það þurfi að hringja oft þangað til við heyrum í símanum, en hann hringir svona nokkrum sinnum á hinum endanum áður en hann fer að hringja hjá okkur en það er bara til að sía út þá eru t.d. með skoðanakannanir og reyna ekki til hlítar að ná í okkur. Einnig heyrir ég misvel í viðmælandanum eftir því hvernig síma viðmælandi minn er með en það er nú bara skemmtilegt og kryddar aðeins samtalið að segja "ha" óvenju oft. Ég er bara nokkuð stollt af símanum mínum og man þegar ég keypti hann rándýran í Teledanmark búð á Strikinu í Århus haustið 1998, þetta er sko sími með sögu. Hvað er þinn heimasími gamall?
Fyrst að ég er að skrifa um símann minn þá verð ég þó að viðurkenna að ég er ekki alveg sömu skoðunar með GSM símann minn. Mig langar svolítið í nýjan GSM síma þó svo að sá sem ég á þjóni alveg sínum tilgangi og vel það. Mig langar nefnilega í GSM síma með flottri myndavél. Síminn sem ég á núna er að verða fjögurra ára og er nr. 2 í röðinni frá því að ég loksins fékk minn fyrsta GSM síma fyrir um 8-9 árum. Aldrei að vita nema ég splæsi í einn GSM síma, verst að ég hef enga afsökun nema kannski að ég verði að kaupa mér nýjan síma svo að ég geti lært á alla nýju "fídusina" sem eru í boði í dag!!! Ég var einmitt að kíkja á GSM símann minn í dag og hlustaði þá á þrjú skilaboð sem ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði fengið, það elsta um viku gamalt. Mæli ekki með að reyna að ná í mig í GSM nema auðvitað að ég fái mér nýjan síma, þá verður það allt annað mál eða...
Sem sagt tveir GSM símar og einn heimasími á 10 árum, geri aðrir betur.
Fyrst að ég er að skrifa um símann minn þá verð ég þó að viðurkenna að ég er ekki alveg sömu skoðunar með GSM símann minn. Mig langar svolítið í nýjan GSM síma þó svo að sá sem ég á þjóni alveg sínum tilgangi og vel það. Mig langar nefnilega í GSM síma með flottri myndavél. Síminn sem ég á núna er að verða fjögurra ára og er nr. 2 í röðinni frá því að ég loksins fékk minn fyrsta GSM síma fyrir um 8-9 árum. Aldrei að vita nema ég splæsi í einn GSM síma, verst að ég hef enga afsökun nema kannski að ég verði að kaupa mér nýjan síma svo að ég geti lært á alla nýju "fídusina" sem eru í boði í dag!!! Ég var einmitt að kíkja á GSM símann minn í dag og hlustaði þá á þrjú skilaboð sem ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði fengið, það elsta um viku gamalt. Mæli ekki með að reyna að ná í mig í GSM nema auðvitað að ég fái mér nýjan síma, þá verður það allt annað mál eða...
Sem sagt tveir GSM símar og einn heimasími á 10 árum, geri aðrir betur.
Ummæli
Engin afsökun lengur hehehe
Bergrún
Takk fyrir! Ef ég bara vissi hvernig síma mig langar í. Ákvörðunarfælnin er að fara með mig...
Lilja Bjarklind