Reddaði þremur fermingagjöfum í gær, þar af tveimur á 13 mínútum og inn í þeim tíma var ganga til og frá bílnum og auk þess innpökkun á fermingargjöfunum og kaup á fermingarkortum. Geri aðrir betur! Ég var reyndar í hópi með tveimur öðrum sem gefa gjöfina með mér og vorum við búnar að velta þessu heilmikið fyrir okkur áður en þegar ákvörðunin var tekin þá var ekkert verið að slóra við þetta. Bíð spennt eftir að fara í tvær fermingaveislur á morgun en alls verða það líklega fimm fermingaveislur sem við förum í þessa páskana og allt systkyna börn foreldra minna eða foreldra eiginmannsins.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli