Fór á áhugaverðan fyrirlestur sem foreldrafélög þriggja leikskóla héldu í kvöld um úlfatímann. Á morgun er líklega leiðinlegasti dagur ársins hjá mér, því annað kvöld ætlum við hjónin að klára skattframtalið sem sem við fengum frestað fyrir um viku síðan, en núna er fresturinn að renna út og því eins gott að klára dæmið. Á morgun er ég svo einnig að fara til tannlæknis! Gæti ekki verið meira spennandi dagur. Minni alla á að það er fyrsti apríl á morgun og ég ætla sko að hringja í alla sem ég þekki og plata þá uppúr skónum. Kannski að dagurinn verði bara skemmtilegur?
Sögur úr úthverfinu