Fara í aðalinnihald

Snjór úti

Mér leist ekkert á blikuna um miðnætti í gærkvöldi, bara kominn bylur eða eitthvað í líkingu við það. Þegar við vöknuðum í morgun var auðvitað ekki hægt að komast úr botnlanganum okkar frekar enn fyrri daginn. Það háði okkur ekki í þetta skiptið þar sem við vorum ekki að fara neitt.

Um hádegisbilið þegar við voru búin að horfa á þó nokkuð marga bíla festa sig fyrir utan hjá okkur kom ein lítil grafa frá bænum og fór einn rúnt svona rétt svo til að við kæmumst upp úr holunni okkar. Við nýttum okkur það og kíktum í nokkrar búðir sem voru aldrei þessu vant ekki troðfullar af fólki. Greinilegt að það nenntu ekki allir út í þetta veður, en við tókum bara Íslendinginn á þetta eins og góð vinkona mín kallaði það.

Við enduðum svo ferðina hjá ameríkuförunum þar sem einkasonurinn var svo ótrúlega heppinn að hann græddi tvo poka af fötum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.