Það er heldur betur kalt í höfuðborginni og nágrenni þessa dagana. Eiginmaðurinn sagði mér í óspurðum fréttum að það hefði verið -13°C í morgun þegar hann fór í vinnunna. Við einkasonurinn erum bara búinn að vera heima fyrir hádegi á þessum kalda laugardegi. Það er reyndar búið að vera nóg að gera hjá okkur við að lita, líma límmiða inní bók og horfa á kuldann út um stofugluggann, svo ekki sé minnst á bílaleik.
Brr.... æ, þá er nú gott að eiga velbyggt og hlýtt húsnæði þar sem maður getur bara hækkað ofninn og látið sig dreyma um heitara loftslag.
Brr.... æ, þá er nú gott að eiga velbyggt og hlýtt húsnæði þar sem maður getur bara hækkað ofninn og látið sig dreyma um heitara loftslag.
Ummæli