Hélt frænkukvöld í gærkvöldi sem tókst með endæmum vel. Reyndar hættu þrjár við á síðustu stundu en við vorum sex í allt sem var góður hópur. Að sjálfsögðu voru allt of mikið af veitingum eins og vera ber hjá frænkum mínum. Sem betur fer komu nokkrar með eitthvað og þær gátu tekið það með sér aftur. Þetta var fyrsta frænkukvöldið sem ég og Sigurborg frænka stóðu fyrir. Nú er bara að vona að einhver haldi áfram þannig að það verði haldin fleiri frænkukvöld. Ég bíð mig fram í nýtt frænkukvöld að ári liðnu.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli