Ég eyddi kvöldinu í það að setja jóladiskana mína inn í iTunes. Hlustaði á nokkur jólalög í leiðinni og ég er ekki frá því að ég sé kominn í smá jólaskap enda ekki seinna vænna, desember byrjar á morgun.
Oh... hvað ég elska jólin. Ég er algjört jólabarn hlakka til jólanna á hverju ári. Ég er fyrir löngu byrjuð að skipuleggja jólakortin, skreytingar í íbúðinni og hvað ég ætla að gera skemmtilegt á aðventunni. M.a. fara á jólahlaðborð með vinkonunum, baka Sörur og kíkja á jólahúsið á Kjalarnesi svo fátt eitt sé nefnt. Er ennþá spenntari núna en síðustu jól því þetta eru fyrstu jólin þar sem einkasonurinn er að fatta út á hvað allt gengur, þ.e.a.s. pakkajól!!!
Oh... hvað ég elska jólin. Ég er algjört jólabarn hlakka til jólanna á hverju ári. Ég er fyrir löngu byrjuð að skipuleggja jólakortin, skreytingar í íbúðinni og hvað ég ætla að gera skemmtilegt á aðventunni. M.a. fara á jólahlaðborð með vinkonunum, baka Sörur og kíkja á jólahúsið á Kjalarnesi svo fátt eitt sé nefnt. Er ennþá spenntari núna en síðustu jól því þetta eru fyrstu jólin þar sem einkasonurinn er að fatta út á hvað allt gengur, þ.e.a.s. pakkajól!!!
Ummæli