Piparkökubakstur hefur verið á dagskrá hjá okkur mæðgininum í a.m.k. hálfan mánuð. Það er fyrir löngu búið ákveða að prófa uppskriftina í kökubók Hagkaups (þögult samkomulag hjá okkur mæðgininum) og kaupa allt sem þarf að nota í þá uppskrift. Vandamálið er að móðirin á heimilinu finnur ekki piparkökuformin sem hún er viss um að hún ætti einhversstaðar. Fannst ekki taka því að kaupa ný ef formin væru til þar sem þau eru nú ekki notuð það oft. Svona til að halda sig við Pollýönnuleikinn þá hefur leitin að piparkökuformunum m.a. haft í för með sér að það hefur verið tekið upp úr kössum sem hafa staðið óhreyfðir í nokkur ár og jólahreingerningin í eldhússkápunum búinn eins og áður hefur verið sagt frá.
En þrátt fyrir mikla leit sést hvorki tangur né tetur af piparkökuformunum. Næst á dagskrá er því líklega ferð í næstu búð sem selur piparkökuform til að kaupa nokkur stykki. Svo er bara að finna út hvaða búð það er!
En þrátt fyrir mikla leit sést hvorki tangur né tetur af piparkökuformunum. Næst á dagskrá er því líklega ferð í næstu búð sem selur piparkökuform til að kaupa nokkur stykki. Svo er bara að finna út hvaða búð það er!
Ummæli