Héldum afmælisveisu fyrir 2ja ára gutta á sunnudaginn með "stæl". Síðan þá höfum við bara verið að ná okkur niður. Mér tókst þó að fara með stóran hluta af afgöngunum í vinnuna sem runnu ljúft niður hjá samstarfsfélögunum.
Kristófer Óli fékk fullt af gjöfum og þökkum við kærlega fyrir soninn. Hann var heldur betur fljótur að uppgötva þetta með pakkana. Hélt reyndar að þeir kæmu endalaust því þegar hann var búinn að opna alla pakkana, borða afmælisköku (að sjálfsögðu súkkulaði köku með rjóma) þá fór hann að leita að fleiri pökkum og labbaði um alla íbúð og sagði "hvar er pakkinn, hvar er pakkinn?"
Kristófer Óli fékk fullt af gjöfum og þökkum við kærlega fyrir soninn. Hann var heldur betur fljótur að uppgötva þetta með pakkana. Hélt reyndar að þeir kæmu endalaust því þegar hann var búinn að opna alla pakkana, borða afmælisköku (að sjálfsögðu súkkulaði köku með rjóma) þá fór hann að leita að fleiri pökkum og labbaði um alla íbúð og sagði "hvar er pakkinn, hvar er pakkinn?"
Ummæli