Jæja, ég er að mestu búin að kaupa allar jólagjafirnar og er að spá í að klára það á morgun enda sögur um að allt muni hækka um helgina. Það fer því hver að verða síðastur þar sem ekki hækka launin, þau bara lækka. Hef svo sem ekki skrifað mikið um þessa blessuðu kreppu hérna enda nóg talað um hana annars staðar. Ætli það sé ekki bara best að taka einn dag fyrir í einu, einn mánuð fyrir í einu og sjá hvernig þetta spilast en eiginmaðurinn er t.d. einn af þeim sem missir vinnuna þann 1. febrúar. Æ, en það eru að koma jól og aðventan einn skemmtilegasti tími ársins. Er nokkuð hægt annað en að gleðjast yfir því, ég er t.d. búinn að setja jólaljós í gluggana hjá mér og á dagskrá að setja upp restina af jólaskrautinu um helgina.
Sögur úr úthverfinu