Hér kemur enn ein saga af einkasyninum. Borðsiður einkasonarins eru ekki með besta móti. Það gengur eitthvað erfiðlega að láta hann borða með gaffli og helst vill hann bara nota guðsgafflana til að stinga matnum upp í sig. Við erum búinn að prófa ýmislegt til að bæta borðsiðina, m.a.: benda honum á að þetta séu nú ekki góðir borðsiðir og hvernig góðir borðsiðir eigi að vera, að svona geri bara litlir krakkar, hvort hann geri nokkuð svona í leikskólanum, segja honum að við ætluð að senda hann í mannasiðaskóla, og ég veit ekki hvað og hvað, en þetta virðist vera eílíf barátta. Suma daga gengur alveg ágætlega en aðra daga gleymir einkasonurinn sér og notar bara hendurnar. Einn daginn fyrir nokkrum vikum þegar ekki gekk nógu vel og ég var búinn að prófa öll trixin að ofan og fleiri til, þá bjó ég til smá sögu (kannski smá fordómafulla en hvað reynir maður ekki) um að svona gerðu nú bara villimennirnir í Afríku. Þeir eru þeir einu sem borða með höndunum aðrir "siðmenntaðir" menn ...