Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2008

Barnafmæli og göngutúr

Við einkasonurinn fórum í barnaafmæli í dag sem tókst svona voða vel og ég var meira að segja svo hress á eftir að ég dreif mig út í rúmlega hálftíma göngutúr. Kannski líka þar sem veitngarnar voru svo glæsilegar að ég þurfti að labba einhverjar af mér. Við óskum Árna innilega til hamingju með fjögurra ára afmælið.

Stutt helgi

Ég missti af laugardagskvöldinu þannig að helgin styttist óeðlilega mikið! Mér tókst nefnilega að sofna með einkasyninum kl. 21 og vaknaði ekki aftur fyrr en kl. 2.30 í nótt en þá var ég líka glaðvakandi. Helgin átti að fara í tiltek en eitthvað hefur farið minna fyrir því en ætlunin var, reyndar hefur þetta frekar verið letihelgi. Jæja, sunnudagurinn er ekki búinn og best að drífa sig í geymsluna eða eitthvað annað. Af nógu er að taka.

Leikfimisdagur

Dreif mig í ræktina um kvöldmatarleitið en ég er nýbúinn að festa kaup á árskorti í sundlauginni og meðfylgjandi líkamsræktarsal. Þegar ég kom heim þá var vísifingur á lofti hjá einkasyninum sem sagði mér að ég hefði verið alltof lengi í leikfimi en hann tók mig í sátt þegar ég lofaði að kúra hjá honum. Hann er allt í einu að verða eitthvað svo stór strákur enda alveg að verða fjögurra ára.

Göngudagur

Eftir mikla umhugsun dreif ég mig í göngu hjá gönguklúbbnum í kvöld og sá svo sannarlega ekki eftir því. Við vorum einungis þrjár í þetta skiptið en gengum um fornar slóðir og kíktum m.a. á gömul hýbýli okkar í Vesturbænum, virkilega skemmtilega ganga. Tvær okkar urðum reyndar skíthræddar við einhvern mann sem var að elta okkur á meðan sú þriðja tók ekki eftir því. Enda erum við tvær fyrrverandi Vesturbæingar en núvernadi úthverfamýs, já ekki lengur einhverjar miðbæjarrottur. Við mættum sem sagt frekar skuggalegum manni sem um leið og hann var búinn að mæta okkur snéri við og fór að "elta" okkur. Við urðum frekar ráðvilltar en tókst með kænsku okkar að "stinga hann af" með því að hlaupa yfir götuna og breyta um stefnu. Það er svo stóra spurninginn hvort að viðkomandi var að elta okkur eða bara svona ruglaður að hafa beygt inn í vitlausa götu.

Sunddagur

Sundtími hjá einkasyninum í dag, einhvernveginn er maður alltaf svo þreyttur eftir sundið að það verður ekkert úr kvöldinu. Ég var einmitt alveg dauðþreytt í kvöld en eftir að hafa hvílt mig í tvo tíma dreif ég mig og lagaði fullt til og hef meira að segja aðeins kíkt í bókhaldið. Já, það hefur verið eitthvað svo mikið haust síðustu daga og vikur eins og hefur a.m.k. komið fram áður á þessari síðu enda rigning, rigning og aftur rigning. Hef svo sem ekkert mikið merkilegt að segja þessa dagana enda haust...

Heimadagur

Fjölskyldan hefur átt náðugan dag heima. Eiginmaðurinn er að jafna sig eftir átök gærkvöldsins, sagðist vera svo illt í hægri hendinni eftir að hafa skálað svo mikið en ég er að jafna mig eftir það að hafa sofnað fyrir kl. 10 á laugardagskvöldi. Vaknaði kl. 6 í morgun og færði mig yfir í rúm einkasonarins þar sem það var orðið heldur þröngt um okkur þrjú í hjónarúmminu. Einkasonurinn bíður eftir mér núna, telur sig þurfa hjálp til að laga til í herberginu sínu og svo í kvöld er það grill og spilakvöld með góðum konum eða stelpum!

Sofið út

 Við sváfum næstum því yfir okkur í morgun því að öll fjölskyldan svaf til klukkan hálf tíu, líka einkasonurinn. Það er nokkuð lagt síðan það gerðist henda hefur einkasonurinn vakið okkur upp síðustu helgar fyrir klukkan átta. Þó var eins gott að við sváfum ekki lengur þar sem hlauparinn og eignimaðurinn átti að mæta í vinnuna klukkan tíu, hann rétt náði að henda sér í fötin og drífa sig í vinnuna. Við mæðginin höfðum það hinsvegar gott eða hugguðum okkur að dönskum sið fram að hádegi í náttfötunum. 

Það lekur inn í geymsluna

Haustlægðirnar eru komnar, sú fyrsta svakalega kom í vikunni og þá lak all hressilega inn í geymsluna okkar. Það var því tekið til við að þurrka allt upp þannig að ekki væri bleyta á gólfunum. Ég sá fram á að nú er lag til þess að laga allt sem laga þarf í geymslunni og best að hafa EKKERT á gólfinu en allt upp í hillu. Við vorum aðeins byrjuð á þessu en núna verða næstu dagar og tja kannski vikur geymsludagar þar sem hver málaflokkurinn af öðrum verður tekinn fyrir. Ó, já það er sko gaman þegar haustar.

Haust

Það er allt í einu komið haust sem er voðalega notalegt. Búið að vera ágætis sumar með frábæru veðri uppá nánast hvern einasta dag en núna er orðið dimmt uppúr átta, sérstaklega þegar svona svakalegar haustlægðir koma eins og í dag. Það er því um að gera að draga upp flísteppið, kveikja á kertunum og fara í hlýju og mjúku GAP sokkana sem ég keypti í USA hérna um árið, engrir lopasokkar hér.

Þreytt á mánudegi

Eiginmaðurinn er loksins kominn heim og ég er hætt að vera golfekkja. Eiginmaðurinn þreyttur en sáttur eftir skemmtilega golfferð til Danmerkur, hann liggur núna sofandi uppi í sófa á meðan ég skrifa þetta. Þetta var ein mesta letihelgi sem ég hef haft lengi en þó að ég hafi verið í letikasti alla helgina þá tókst mér nú samt að drífa mig á eina listaverkasýningu og eina leihússýningu. Okkur var hinsvegar tvisvar boðið í mat um helgina en ég valdi í staðinn að fara heim og slaka á heima. Fátt er betra en að sitja fyrir framan sjónvarpið í heimafötunum á laugardagskvöldi og horfa á góða bíómynd eða "hygge sig" á sunnudagskvöldi fyrir átök vikunnar. Í þetta skiptið gerði ég bæði, verst að ég er ennþá þreytt - þreytt að gera ekki neitt. Næstu helgi lofa ég að gera eitthvað meira, stefnan er tekin á smá ferðalag út fyrir bæinn en það fer þó eftir haustveðrinu.

Leikhúsferð á sunnudegi

Á sunnudegi er við hæfi að drífa sig í leikhús. Það var gert dag þegar ég og einkasonurinn fórum í Þjóðleikhúsið á Skilaboðaskjóðuna ásamt Árna Degi og föruneyti. Þetta er góð leið til þess að eyða sunnudagseftirmiðdegi þar sem bæði góðu persónurnar og vondu létu taka til sín. Einkasonurinn sagði nokkrum sinnum, þetta er bara í plati, þetta er bara í plati, en var ekki alltaf alveg viss. Hérna eru tvær myndir af gaurunum á Skilaboðaskjóðunni. Ég var aldrei þessu vant ekki með myndavél en prófaði myndavélina á nýja símanum mínum (sem er svona lala) þar sem ég sleppi ekki "Kodak momenti" þegar ég sé það. Á myndunum eru Kristófer Óli, Árni Dagur og Viktor.

Golfekkja á laugardegi

Ég er ennþá golfekkja og í gærkvöldi tókst mér að sofna um leið og einkasonurinn enda var ég glaðvöknuð kl. 7.30 á laugardagsmorgni (vaknaði reyndar fyrst kl. 3.30). Jæja, einkasonurinn vaknaði stuttu seinna eða um 7.45 og við fórum fram. Mér tókst að borða morgunmat og ganga frá, taka úr uppþvottavélinni og hengja uppúr þvottavélinni, taka af snúrunni áður en klukkan varð 9.00. Enda hef ég lítið gert síðan, frekar næs að eiga svona smá heima dag eða heimamorgunn. Er að fara á flakk og svo á eftir er ætlunin að fara á opnun listaverkasýningar . Sjáum til hvað gerist eftir það...

Grasekkja eða golfekkja

Ég er grasekkja eða kannski réttara sagt golfekkja. Eiginmaðurinn er farinn í golf alla leið í gamla föðurlandið þ.e. Danmörk og ég dauðöfunda hann að vera kominn þangað aftur, koma tímar, koma ráð. Við einkasonurinn unum hag okkar ágætlega og dúllum okkur saman en söknum að sjálfsögðu heimilisföðursins. Einkasonurinn var viss um að ég hefði verið að plata hann í morgun, þar sem ég var búinn að lýsa því yfir að nú væri sumarið búið og bara komið haust. Jæja í morgun var sumar og sól að hans mati og svo sem ekki fjarri lagi því í dag var um 15 °C hiti og það í September.

Húsfundur

Fór á húsfund í kvöld. Ekki var kosið í stjórn á þessum húsfundi þannig að ég gat ekki haft nein áhrif á völd, í staðinn voru bara ræddar framkvæmdir. Já, nú á ýmislegt að gerast, ok a.m.k. laga gluggan í stigaganginum. Sjáum svo til hvað gerist eftir að því er lokið. Ég er drulluþreytt og ætla að drífa mig að sofa, góða nótt.

Jeppaferðin

Áttum skemmtilega jeppaferð á sunnudaginn þar sem m.a. var skoðað: Farið útsýni frá Hagavatni Jarlhettur Gullkista

Geymslan

Frá því að við fluttum hingað fyrir um þremur árum hefur alltaf staðið til að laga almennilega til í geymslunni. Tiltektin þar hefur verið af skornum skammti og einhvern veginn fylltist bara geymslan smá saman. Þar sem við bjuggum áður var geymslan 1/2 - 1 fermeter og var hún ávallt full. Geymslan okkar í dag er 9 fermetrar og hún er einnig ávallt full. Í dag var Operation 1 í geymslutiltekt. Þó svo að þetta sé bara fyrsta skrefið var þetta stórt skref og aldrei að vita nema framhald verði á þessari aðgerð. Við fórum yfir alla bókaskassana (ekki alveg búið) og þrjár ferðir í sorpu þar sem bíllin var fullur í hvert skipti. Þetta er bara byrjunin, það ræðst á næstu vikum hvort að okkur takist að klára dæmið. Það verður a.m.k. ekki á morgun því þá er plönuð jeppaferð með vinnufélögunum, verst hvað það er leiðinleg veðurspá. Það er bara að bíða og vona að veðurfræðingarnir hafi rangt fyrir sér.

Borða með puttunum

Hér kemur enn ein saga af einkasyninum. Borðsiður einkasonarins eru ekki með besta móti. Það gengur eitthvað erfiðlega að láta hann borða með gaffli og helst vill hann bara nota guðsgafflana til að stinga matnum upp í sig. Við erum búinn að prófa ýmislegt til að bæta borðsiðina, m.a.: benda honum á að þetta séu nú ekki góðir borðsiðir og hvernig góðir borðsiðir eigi að vera, að svona geri bara litlir krakkar, hvort hann geri nokkuð svona í leikskólanum, segja honum að við ætluð að senda hann í mannasiðaskóla, og ég veit ekki hvað og hvað, en þetta virðist vera eílíf barátta. Suma daga gengur alveg ágætlega en aðra daga gleymir einkasonurinn sér og notar bara hendurnar. Einn daginn fyrir nokkrum vikum þegar ekki gekk nógu vel og ég var búinn að prófa öll trixin að ofan og fleiri til, þá bjó ég til smá sögu (kannski smá fordómafulla en hvað reynir maður ekki) um að svona gerðu nú bara villimennirnir í Afríku. Þeir eru þeir einu sem borða með höndunum aðrir "siðmenntaðir" menn ...

Alltaf í sundi

Einkasonurinn er byrjaður aftur á sundnámskeiði og móður hans til mikillar gleði hafði hann ekki gleymt neinu, vonandi að allar sundferðirnar í sumar hafi haft einhver áhrif. Við skemmtum okkur vel í sundi hjá Sóley eða Sólí eins og einkasonurinn kallar sundkennarann. Veðrið var heldur betur gott í dag, vona að það verði líka gott um helgina og þá sérstaklega á sunnudaginn og á öllu landinu. Meira um plan helgarinnar síðar.

Hákarlasaga

Söguhorn Kristófers Óla - Til minnis Ég var að svæfa einkasoninn áðan og hann spurði hvort að ég vildi segja honum sögu og átti þá við heimatilbúna sögu. Þar sem búið var að lesa fyrir hann og klukkan orðin svolítið margt sagði ég að það væri kominn tími til að sofa og ég ætlaði ekki að segja honum neina sögu núna. Hann dó ekki ráðalaus og sagði: "Á ég að segja þér sögu?" Ég samþykkti það þannig að hann byrjaði söguna. "Einu sinni var maður úti á sjó og svo drukknaði hann. Þá kom stór fiskur og dró hann í lítinn poll þannig að hann bjargaðist. Síðan varð pollurinn aftur stór og maðurinn drukknaði." Þegar þarna var komi til sögu fannst mér nóg um að maðurinn hefði drukknað 2x þannig að ég spurði hvort að konan hans yrði ekki sár ef hann drukknaði. Þá hélt sagan áfram: "Konan hans fór í pollinn og hún drukknaði líka. Síðan kom hákarl og borðaði manninn og svo borðaði hákarlinn konuna hans". Ég var orðin nokkuð hrædd við hákarlinn enda sagan orðin all svakal...

3. í afmæli

Við stórafmæli er venjan að hafa margra daga veislur. Veit ekki hvort mitt afmæli flokkast sem stórafmæli en í dag var veisla, þriðja daginn í röð. Á laugardagskvöldið fórum við litla fjölskyldan í smá bíltúr á Stokkseyri og fengum okkur humarsúpu og humar. Í gær, daginn eftir afmæið mitt þá fór ég í Brunch með nokkrum vinkonum og ég var södd allan daginn. Síðan fór ég í Kringluna og keypti mér tvær afmælisgjafir. Nýjan GSM síma (sá sem ég átti var orðinn 4 1/2 árs og batteríið farið að gefa sig) og nýja skó. Loks var spilakvöld um kvöldið með "risablöðkupæi" eins og ein kallaði það. Í dag var svo afmælisveisla í vinnunni. Þó svo að við séum bara rúmlega 30 sem vinnum á mínum vinnustað þá á önnur samstarfskona mín einmitt afmæli sama dag. Þar sem við erum fæddar sama dag þá föttuðum við báðar seint í gærkvöldi að það væri afmælisveisla í vinnunni daginn eftir. Við hittumst því bara hjá Jóa Fel í morgun og redduðum afmælisveislunni sem var að sjálfsögðu glæsileg, afmælissögnu...