Ekki skemmtiegt að vera vakinn upp um kl. fimm að morgni til við það að einkasonurin sem var búinn að skríða uppí fyrr um nóttina fékk illt í magann og kastaði upp yfir allt. Þegar einkasonurinn vaknaði svo í morgun þá beið hans kartafla frá jólasveininum. Jólasveininn hafði greinilega tekið eftir frekjukasti sem einkasonurinn tók í klukkustund í gær. Hann var nú samt þokkalega ánægður með kartöfluna, vildi bara fá 10 í viðbót og var viss um að ef hann borðaði kartöfluna þá hætti honum að vera illt í maganum. Þegar á leið morguninn þá fór hann samt að sleikja okkur upp og er búinn að vera voða góður og sagði að honum langaði nú frekar í dót í skóinn en kartöflu. Ég vona að jólasveininn hafi heyrt það.
Hér kemur svo vinsælasta lagið á heimilinu í dag, sungið daginn út og daginn inn.
Jólasveinar einn og átta
(Þjóðvísa)
Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum
Hér kemur svo vinsælasta lagið á heimilinu í dag, sungið daginn út og daginn inn.

(Þjóðvísa)
Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum

Ummæli