Ég fór um kl. sjö og sótti eiginmanninn í vinnuna og fyrst að ég var nú á ferðinni ákvað ég að kíkja í nokkrar búiðir í leiðinni. Hefði betur sleppt því, kolniðamyrkur í rigningunni þannig að maður varla sér út um rúðuna þúsund bílar á hverju bílastæði sem eru sko ekki að gefa manni neinn séns! The icelandic way og svo kílómetralangar raðir í búðunum og Íslendingar útúrstressaðir eftir því. Ég er ekkert smá feginn að vera búinn að kaupa flest allar jólagjafir en ég þarf víst að hafa fyrir þessum fáeinu sem ég á eftir.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli