Jólin eru á næsta leiti og það er ekki frá því að maður finni smá jólastress í loftinu. Ég er hinsvegar búinn að kaupa allar jólagjafir og þarf ekkert að gera fyrir jólin nema pakka þeim inn. Fannst smá skrítið að þurfa ekki að fara og leita á fullu að jólagjöfum í dag. Ég á nú reyndar líka eftir að skrifa jólakort og baka og laga til og, og, og... Alltaf nóg að gera fyrir jólin en ég er nú ekkert voðalega stressuð, a.m.k. ennþá.
Það eru sumir sem eru ekki mikið að spá í jólastressi. Fór í Hagkaup með einkasoninn í dag og hann var svo afslappaður og ánægður (eins og í rauninn nánast allaf) með að fá að skoða allt dótið að hann trallaði hástöfum svo mikið að konunni á undan okkur í röðinni varð að orði að það væri nú gott að vera svona lítill og hafa engar áhyggjur. Hann brosti bara og hélt áfram að syngja og tralla.
Það eru sumir sem eru ekki mikið að spá í jólastressi. Fór í Hagkaup með einkasoninn í dag og hann var svo afslappaður og ánægður (eins og í rauninn nánast allaf) með að fá að skoða allt dótið að hann trallaði hástöfum svo mikið að konunni á undan okkur í röðinni varð að orði að það væri nú gott að vera svona lítill og hafa engar áhyggjur. Hann brosti bara og hélt áfram að syngja og tralla.
Ummæli