Jæja, núna eru jólin næstum búin. Við einkasonurinn bökuðum eina köku í dag fyrir jólaboð sem haldið var í pabbafjölskyldu og drifum okkur svo í jólaboðið. Þetta verður líklega eina jólaboðið hjá stórfjölskyldunum þessi jól þannig að það mætti segja að jólin séu að mestu búinn hjá okkur núna eða svona hér um bil.
Fékk þrjár bækur í jólagjöf í ár, er hálfnuð með bókina Þúsund bjartar sólir sem mér finnst mjög spennandi, veit samt ekki hvort hún er betri en Flugdrekahlauparinn sem er eftir sama höfund. Ætla að skila einni bók sem ég fékk frá vinnunni og þá er bara að lesa þriðju bókina sem er á ensku.
Úti eru spengjuglaðir Íslendingar byrjaðir að sprengja og einkasonurinn sver sig í kynið og er heldur betur spenntur yfir öllum þessum sprengjum. Spennandi að sjá hvernig hann verður á gamlárskvöld þ.e.a.s. ef við komumst út fyrir rigningu enda spáin fyrir það kvöld ekki spennandi.
Fékk þrjár bækur í jólagjöf í ár, er hálfnuð með bókina Þúsund bjartar sólir sem mér finnst mjög spennandi, veit samt ekki hvort hún er betri en Flugdrekahlauparinn sem er eftir sama höfund. Ætla að skila einni bók sem ég fékk frá vinnunni og þá er bara að lesa þriðju bókina sem er á ensku.
Úti eru spengjuglaðir Íslendingar byrjaðir að sprengja og einkasonurinn sver sig í kynið og er heldur betur spenntur yfir öllum þessum sprengjum. Spennandi að sjá hvernig hann verður á gamlárskvöld þ.e.a.s. ef við komumst út fyrir rigningu enda spáin fyrir það kvöld ekki spennandi.
Ummæli