Gerð heilmikið jólalegt í dag, fór m.a. og skoðaði jólalandið í Hafnarfirði en hápunktur dagsins voru jólatónleikar í Langholtskirkju. Ég held að ég hafi aldrei gert jafn mikið á aðventunni eins og í ár enda hefur þetta verið mjög skemmtilegur tími og ekki allt búið enn. Held að ein ástæðan sé að ég var búinn að kaupa flestar jólagjafir 1. desember þannig að ég hef bara getað dúllað mér og gert eitthvað skemmtilegt þó svo að mér finnist nú líka skemmtilegt að kaupa jólagjafir.
Í gær var svo velheppnuð jólagleði eða litlu jólin í vinnunni með dýrindis hlaðborði og svo kom Magga Stína og söng nokkur lög fyrir okkur.
Í gær var svo velheppnuð jólagleði eða litlu jólin í vinnunni með dýrindis hlaðborði og svo kom Magga Stína og söng nokkur lög fyrir okkur.
Ummæli