Eiginmaðurinn átti afmæli í gær og við, litla fjölskyldan, héldum uppá það með því að fara saman út að borða á Ruby Tuesdays þegar hann var loksins búinn að vinna kl. 20.00 en þetta var langur og erfiður dagur þar sem það var einnig jarðaför Möggu ömmu hans Sigga.
Einkasonurinn fékk að vaka sérstaklega lengi í gærkvöldi því eftir kvöldmat fórum við og kláruðum það sem einkasonurinn hefur beðið eftir alla vikuna. Við fórum og keyptum eitt stykki jólatré. Einkasonurinn hafði einhverjar áhyggjur af því að við myndum kaupa svo stórt jólatré að það kæmist ekki inn í íbúðina okkar þar sem ég lofaði honum stóru jólatréi en þær áhyggjur voru óþarfar. Einnig hafði hann hugmyndir um að kaupa nokkur lítil jólatré, t.d. eitt sem ætti að vera inni í herberginu hans og annað inni í herberginu okkar. Sem betur fer var bara keypt eitt meðalstórt jólatré og einkasonurinn bíður núna spenntur eftir því að það verði sett upp svo að hann geti hafist handa við að skreyta jólatréð.
Einkasonurinn fékk að vaka sérstaklega lengi í gærkvöldi því eftir kvöldmat fórum við og kláruðum það sem einkasonurinn hefur beðið eftir alla vikuna. Við fórum og keyptum eitt stykki jólatré. Einkasonurinn hafði einhverjar áhyggjur af því að við myndum kaupa svo stórt jólatré að það kæmist ekki inn í íbúðina okkar þar sem ég lofaði honum stóru jólatréi en þær áhyggjur voru óþarfar. Einnig hafði hann hugmyndir um að kaupa nokkur lítil jólatré, t.d. eitt sem ætti að vera inni í herberginu hans og annað inni í herberginu okkar. Sem betur fer var bara keypt eitt meðalstórt jólatré og einkasonurinn bíður núna spenntur eftir því að það verði sett upp svo að hann geti hafist handa við að skreyta jólatréð.
Ummæli