
Í gær vorum við að ræða hvar einkasonurinn ætti heima bæði götuheitið og að það væri í Kópavogi. Kristófer Óli fór þá að velta þessu fyrir sér. Ég útskýrði hvað gatan héti og að gatan væri í Kópavogi. Kristófer Óli hugsaði sig aðeins um en sagði svo "Nei, mamma þú ert eitthvað að ruglast, gatan heitir gata!"
Í nótt kemur svo hurðaskellir. Kristófer Óli er viss um að hann kemur með stórt dót handa honum enda er hann búinn að vera voðalega góður, segir hann sjálfur. Passið þið bara hurðirnar.
Ummæli