Jólin voru fín eins og alltaf, skemmtilegast var að eyða í fyrsta skipti aðfangadagskvöldi heima hjá okkur. En auðvitað var líka skemmtilegt að hitta alla ættingjana, borða góðan mat og fá pakka og gefa pakka.
Ég er samt mest hissa yfir þessum jólasnjó og kuldanum, alveg steinhissa enda langt síðan svona snjór og kuldi var síðast á landi elds og ísa. Samt bara skemmtilegt, miklu skemmtilegra en rigning og rok.
Hef svo sem ekkert mikið að segja svona á síðustu dögum ársins, maður er eitthvað svo andlaus og að spá í eitthvað annað en að skrifa hér, en koma tímar, koma ráð.
Ummæli