
Ég gerði alveg stórmerkilega og frekar óþægilega uppgötvun um daginn. Eiginmaðurinn minntist þess að það væru 25 ár síðan hann fermdist og fannst mér það frekar fyndið hvað það væri langt síðan. Eftir að hafa hlegið að því í smá tíma uppgötvaði ég mér til minni skemmtunar að í ár eru 20 ár síðan ég fermdist. Á morgun, þann 16. apríl á ég einmitt 20 ára fermingarafmæli. Ef það er ekki ástæða til að halda uppá eitthvað þá veit ég ekki hvað. Ég finn a.m.k. uppá einhverju.
Þá er það bara sunnudagsgetraunin, hvað heitir kirkjan sem ég fermdist í og hvar er hún staðsett? Vísbending er myndin af kirkjunni hér að ofan.
Ummæli
Rétt svar er
Stórólfshvolskirkja
Enginn stórvinningshafi í þetta skiptið.
Kveðja, Lilja Bjarklind