Bestu sokkar sem til eru í öllum heiminum fást í Marks & Spencer. Ég keypti mér fyrst svona sokka fyrir nákvæmlega þremur árum eftir ábendingu frá íslenskri konu og nú er síðasta parið loksins að verða ónýtt. Ég var sko ekki svikinn af þessari ábendingu og hef nánast notað svona sokka í hverri viku síðan ég keypti þá. Þegar ég var að fara í síðasta parið mitt fyrir nokkru, hugsaði ég sem svo að það væri nú gaman ef ég þekkti einhvern sem væri að fara til London eða Englands. Ég fékk drauma mína uppfyllta og nú er ég búinn að panta svona par og vonast til að vera kominn með það í hendurnar eftir svona rúmlega viku. Reyndar fæst margt skemmtilegt í Marks & Spencer. Síðast þegar ég fór til London, fyrir einmitt þremur árum þá var ég verðandi móðir og keypti nokkur ungbarnanáttföt á barnið sem var á leiðinni. Sá ekki eftir því, þar sem það var þvegið og þvegið og þá hent í þurrkarann en ekki sást á því. Þannig að ef þú lesandi góður ert að fara til London eða Englands einhverntíma í nánustu framtíð og til í að skella þér í svona eins og eina búð, þá mæli ég með Marks & Spencer.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli