Laugardags- og sunnudagskvöld sofnaði ég með syni mínum á milli kl. 21.00 og 22.00 bæði kvöldin og var það nú bara nokkuð gott að sofna svona snemma. Greinilega uppbyggð þreyta þar sem ég svaf alla nóttina í bæði skiptin. Í gærkvöldi hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og ætlaði sko að horfa á CSI og byrjað á því. Var voða spennt að vita hver væri morðinginn en allt kom fyrir ekki, um kl. 22.20 var mín sofnuð í sófanum og þó ég hafi rumskað nokkrum sinnum þá náði ég ekki að fylgjast með þættinum heldur bara snúa mér á hina hliðina og loks skríða upp í rúm.
Fyrir vikið hef ég vaknað um kl. 6.00 alla morgna og getað kúrt til kl. 7.00. Ég er kannski bara efni í A-manneskju og ég sem hélt alltaf að ég væri B-manneskja.
Fyrir vikið hef ég vaknað um kl. 6.00 alla morgna og getað kúrt til kl. 7.00. Ég er kannski bara efni í A-manneskju og ég sem hélt alltaf að ég væri B-manneskja.
Ummæli