Leti er það sem þetta páskafrí hefur gengið út á. Gerðum lítið í gær nema að fara í smá göngutúr í "garðinum okkar", þ.e. dalnum. Nú er komið hádegi á laugardardegi og ég get ekki sagt að það hafi mikið verið framkvæmt í dag. Það er ekki eins skemmtilegt gönguveður eins og síðustu tvo daga þannig að stefnan er tekin á sundstað. Það er hvort sem er blautt úti. Einkasonurinn ætlar svo að hitta ömmu sína sem var í flugvélinni, að hans sögn eingöngu til að kaupa dót og súkkulaði.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli