Að þessu sinni var ekkert páskaegg frá Nóa Siríus á boðstólnum um páskana en það kom ekki að sök, páskaeggin frá Góu og Freyju runnu jafn ljúflega niður fjölskyldumeðlimi. Húsmóðirin tókst reyndar bara að borða einn bita af sínu páskaeggi þetta árið sökum veikinda en var auðveldlega dregin í land. Málshættirnir röðuðust eftirfarandi:
- Húsmóðirin: "Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verður daglega"
- Húsbóndinn: "Kona sem aldrei hefur horft á manninn sinn veiða, veit ekki hvílíkum þolinmæðismanni hún er gift"
- Einkasonurinn: "Sumum mönnum fer hatturinn betur en höfuðið"
Og þar hafið þið það.
Ummæli