
Ég heiti Lilja Bjarklind og ég er Grey's Anatomy-isti.
Hjálp!!! Búinn að horfa á 12 þætti á þremur dögum, s.s. fjóra þætti á hverjum degi. Þó svo að það sé páskafrí þá er það ekki þar með sagt að maður eigi að planta sér fyrir framan sjónvarpið/tölvuna. Á hinn bóginn er ég búinn að vera veik í tvo daga og ekkert komist út. Eins gott að ég er búinn að horfa á alla þætti sem ég kemst í áður en augun verða ferköntuð. Ég ráðlegg engum á að byrja að horfa á þennan ágæta þátt, það er a.m.k. á eigin ábyrgð... ...þú ert fallinn eftir fyrsta þátt.
Ummæli