Mikið hefur verið rætt um sumardaginn fyrsta og skilja margir ekki af hverju það er verið að halda uppá hann. Mér persónulega finnst ágætt að vera með smá aukafrí og set hátíðarhöld sumardagsins fyrsta á hina óbilandi bjartsýni Íslendingsins. Það á meira að segja að vera gott ef það er frost á sumardaginn fyrsta og best er ef vetur og sumar frís saman. Hver hefur heyrt talað um frost að sumri til aðrir en Íslendingar. Ég er a.m.k. stollt af því að vera Íslendingur sem hofir jákvætt á frost að sumarlagi.
Einkasonurinn sló í gegn í gær, sumardaginn fyrsta við bakstur. Að sjálfsögðu var hann í aðalhlutverki við baksturinn og bakaði bæði snúða og köku en móðir hans var einungis í eldhúsinu til að hjálpa honum smávegis. En eitthvað hefur hann gert rétt eða aðstoðarmaður hans, því húsbóndinn á heimilinu var mjög ánægður með afrakstur bakstursins.
Einkasonurinn sló í gegn í gær, sumardaginn fyrsta við bakstur. Að sjálfsögðu var hann í aðalhlutverki við baksturinn og bakaði bæði snúða og köku en móðir hans var einungis í eldhúsinu til að hjálpa honum smávegis. En eitthvað hefur hann gert rétt eða aðstoðarmaður hans, því húsbóndinn á heimilinu var mjög ánægður með afrakstur bakstursins.
Ummæli