Fara í aðalinnihald

Bókahillur

Fyrir um viku síðan ákvað ég að það væri loksins kominn tími til að taka til í bókahillunum okkar tveimur þar sem það var byrjað að flæða út um það. Það var búið að troða bókum, blöðum og drasli alls staðar þar sem það var lítið gat. Ég tók mig því til og tók allt út úr bókahillunum og raðaði því á borðstofuborðið. Raðaði bóknum, möppunum og blöðunum í hópa eftir því hvert þeir ættu að fara og hvernig væri best að fara yfir það.
Nú um viku seinna hef ég farið snemma að sofa þrisvar sinnum, í heimsókn tvö kvöld og setið í leti tvö kvöld. Það gerir það að verkum að dótið er allt ennþá á borðstofuborðinu. Kannski er betra að drífa sig að gera eitthvað í staðinn fyrir því að hanga í tölvunni. Ég held að þetta sé dagurinn sem ég tek til í bókahillunum og öllu draslinu þar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gangi þér vel, ég veit að innst inni hefurðu óheirilega, jaðrar við óeðlilega gaman að því að skipuleggja og sortera svona...kv. Guðmundur sem gæti eins búið á ruslahaugunum og ekkert kippt sér upp við það!!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Mikilvægasta heimilistækið

Við endurnýjuðum mikilvægasta heimilistækið í dag eftir miklar vangaveltur um hvort það borgaði sig því okkur fannst það heldur dýrt. Hinsvegar ef maður skoðar tölfræðina og kr/notkun þá mætti segja að þetta heimilistæki sé alveg peningana virði. Á þessu heimili er þetta heimilistæki notað daglega. Gamla útgáfan var orðinn úr sér gengin eftir margra ára notkun og misgóða meðferð. Allir fjölskyldumeðlimir nota þetta heimilistæki og það er stöðug barátta um yfirráð á því og eins og algengt er, vinnur oftast sá frekasti. Spurning dagsins er því, hvaða heimilistæki er hér verið að lýsa? Ég þreytist seint á að segja sögur af einkasyninum og í dag fór hann með okkur að velja heimilistækið. Í búðinni rakst hann á ísskáp og opnaði hann og sagði svo "enginn matur" og hrissti hausinn og fannst lítið varið þannig ísskáp.