Fyrir um viku síðan ákvað ég að það væri loksins kominn tími til að taka til í bókahillunum okkar tveimur þar sem það var byrjað að flæða út um það. Það var búið að troða bókum, blöðum og drasli alls staðar þar sem það var lítið gat. Ég tók mig því til og tók allt út úr bókahillunum og raðaði því á borðstofuborðið. Raðaði bóknum, möppunum og blöðunum í hópa eftir því hvert þeir ættu að fara og hvernig væri best að fara yfir það.
Nú um viku seinna hef ég farið snemma að sofa þrisvar sinnum, í heimsókn tvö kvöld og setið í leti tvö kvöld. Það gerir það að verkum að dótið er allt ennþá á borðstofuborðinu. Kannski er betra að drífa sig að gera eitthvað í staðinn fyrir því að hanga í tölvunni. Ég held að þetta sé dagurinn sem ég tek til í bókahillunum og öllu draslinu þar.
Nú um viku seinna hef ég farið snemma að sofa þrisvar sinnum, í heimsókn tvö kvöld og setið í leti tvö kvöld. Það gerir það að verkum að dótið er allt ennþá á borðstofuborðinu. Kannski er betra að drífa sig að gera eitthvað í staðinn fyrir því að hanga í tölvunni. Ég held að þetta sé dagurinn sem ég tek til í bókahillunum og öllu draslinu þar.
Ummæli