Fórum í langan bíltúr í gær eða um 200 km hvora leið. Erum svolítið þreytt og lúin eftir ferðalagið en einnig södd og sátt. Það var tekið mjög vel á móti okkur, fengum að vera viðstödd skírn, fengum dýrindis lamahrygg og köku á eftir og fengum að sitja í jeppa uppá afafjall. Ekki amalegt það.
Á leiðinni til baka kíktum við á fyrrum heimaslóðir mínar og þó svo að það séu komin nokkur ný hús, greinilega ekki allt sama fólkið sem býr í húsunum og skólabyggingin aðeins stækkað þá fannst mér samt eins og tíminn hafi staðið í stað á þeim 10 til 15 árum sem hafa liðið síðan ég bjó þarna síðast. En að sjálfsöguðu hafa orðið heilmiklar framfarir á staðnum eins og annars staðar, líklega hef ég bara breyst meira en staðurinn.
Á leiðinni til baka kíktum við á fyrrum heimaslóðir mínar og þó svo að það séu komin nokkur ný hús, greinilega ekki allt sama fólkið sem býr í húsunum og skólabyggingin aðeins stækkað þá fannst mér samt eins og tíminn hafi staðið í stað á þeim 10 til 15 árum sem hafa liðið síðan ég bjó þarna síðast. En að sjálfsöguðu hafa orðið heilmiklar framfarir á staðnum eins og annars staðar, líklega hef ég bara breyst meira en staðurinn.
Ummæli